Vellir um allt land

Á hverju ári fjölgar frisbígolfvöllum hér á landi en nú er einmitt rétti tíminn til að taka ákvörðun um að setja upp völl næsta sumar. Einfalt er að senda inn erindi til bæjarfélagsins þar sem óskað er eftir að settur verði upp völlur en ástæðurnar eru fjölmargar. Fyrir utan tilbreytingu og fjölbreytni í afþreyingu þá er frisbígolfið sérlega hentugt fyrir alla aldurshópa og auðvelt fyrir hvern sem er að ná tökum á því.

  • Ódýrt og einfalt er að setja upp heilan völl. Engar landslagsbreytingar.
  • Kostar ekkert að spila á völlunum.
  • Búnaður er mjög ódýr, í byrjun nægir einn 2.000 króna frisbídiskur.
  • Hentar allt frá börnum til ömmu og afa.
  • Hægt að spila í nánast öllum veðrum, allt árið um kring.
  • Holl og góð hreyfing. Upplagt lýðheilsuverkefni.
  • Hægt að stunda einn eða fara með vinahópnum.
  • Færir nýtt líf á svæði þar sem er t.d. skógrækt, útivistarsvæði, almenningsgarðar ofl.
  • Viðhald á völlunum er mjög lítið.

Það er því engin spurning að frisbígolfvöllur er frábær viðbót við þá afþreyingu sem fyrir er. Hafið endilega samband við okkur á folf@folf.is til að fá ráðleggingar eða svör við spurningum. Á kortinu hér við hliðina er hægt að sjá alla velli hér á landi en þeir eru orðnir 45 talsins.