Færst hefur í vöxt að áhugasamir folfarar séu farnir að spila allt árið og sumir jafnvel alla daga ársins. Stór kostur við frisbígolfið er sá að hægt er að spila í öllum veðrum svo fremi sem körfurnar standi upp úr snjónum. Litríkir diskar eru þá hentugri en hvítir og góður klæðnaður auðvitað lykilatriði. Við hvetjum alla sem ekki hafa prófað vetrarfolf til þess að drífa sig hring og láta ekki veðrið stoppa sig því það er oft hugarfarið sem skiptir þar mestu. Góða skemmtun!