Um helgina var haldið Íslandsmótið í frisbígolfi og fór mótið fram á völlunum í Gufunesi og Grafarholti. Spilaðir voru þrír hringir og lék veðrið við keppendur sem ekki hefur verið algengt á frisbígolfmótum í sumar. Íslandsmótið er í raun þrjú mót í einu, Meistaramót þar sem keppt er í opnum flokki og kvennaflokki, Ungmennamót þar sem allir 18 ára og yngri geta keppt og að lokum í stórmeistaraflokki sem er fyrir 40 ára og eldri. Hörkukeppni var í flestum flokkum en eftirfarandi aðilar urðu Íslandsmeistarar og óskum við þeim innilega til hamingju.
Opinn meistaraflokkur (MPO) Ellert Georgsson
Meistaraflokkur kvenna (FPO) María Eldey Kristínardóttir
Ungmennaflokkur (MJ18) Ares Áki Guðbjartsson
Stórmeistaraflokkur 40+ (MP40) Kristján Dúi Sæmundsson
Stórmeistaraflokkur 40 + (FP40) Svandís Halldórsdóttir
Stórmeistaraflokkur 50+ (MP50) Stefán Sigurjónsson