Til er einföld leið til að spila í djúpum snjó án þess að týna disknum en það felst einfaldlega í því að festa langann pakkaborða í diskinn. Þessi borði er alltaf sýnilegur og því auðvelt að finna diskinn þó að hann sé á kafi í snjó. Það fer auðvitað eftir dýpt snjósins hversu langur borðinn þarf að vera en 1-1,5 metri ætti að duga.
Hér er linkur á myndband sem sýnir hvernig best er að festa borðann án þess að hann losni. Opna myndband.