Nýlega tók ÍFS, ásamt 26 öðrum samböndum, þátt í könnun á vegum PDGA um stöðu frisbígolfs í heiminum. Spurt var um fjölda spilara, fjölda valla og þau verkefni sem sambandið er að vinna að. Líkt og á Íslandi hefur frisbígolf vaxið hratt á undanförnum árum og skortur á landsvæði fyrir nýja velli er farið að hindra uppbyggingu í sumum löndum. ÍFS er í góðu samstarfi við sveitarfélög á Íslandi og hefur fengið jákvæð viðbrögð um fjölgun valla víðsvegar um landið.
Skýrslu PDGA má nálgast hér: 2015 PDGA International Countries Survey – Report & Analysis