Í kvöld var haldið upphitunarmót fyrir Íslandsmótið næstu helgi og var þátttaka góð. Í opnum flokki kepptu 11 spilarar og sigraði Þorri á samtals 45 skotum (tvo hringi). Besti hringur hans var 21 skot. Annar varð hinn ungi og bráðefnilegi Gunnlaugur á 48 skotum en hans besti hringur var 23 skot. Þess má geta að Gulli varð Íslandsmeistari í barnaflokki fyrir nokkrum árum og kemur nú sterkur inn. Þriðji var Jón Símon á 50 skotum.
Í kvennaflokki voru þrír keppendur en þar sigraði Guðbjörg Ragnars á samtals 59 skotum (27+32), önnur varð Kristrún á 62 skotum (32+30) og þriðja varð Halldóra á 64 skotum (33+31). Besta hringinn átti Guðbjörg á 27 skotum. Nánari úrslit í opna flokknum:
- Þorri 21+24 = 45
- Gunnlaugur 23+25 = 48
- Jón Símon 24+26 = 50
- Nonni 24+27 = 51
- Addi 24+28 = 52 (4 tvistar)
- Haukur 28+24 = 52 (3 tvistar)
- Sigurjón 30+23 = 53 (6 tvistar)
- Birgir 26+27 = 53 (5 tvistar)
- Garðar 26+27 = 53 (2 tvistar)
- Davíð 28+26 = 54
- Ágúst 31+33 = 64
Auk þess spiluðu nokkrir byrjendur einn hring og þar voru skráðir Darren á 28 skotum, Birgir Jóakimsson á 32 skotum og Jessica á 36 skotum. Nokkrir til viðbótar spiluðu en skiluðu ekki inn skorkortum.