Um helgina fer fram Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki og eins og undanfarin ár er keppt í frisbígolfi. Mikil þátttaka var en alls kepptu tæplega 90 krakkar á vellinum á Sauðárkróki og var þar með ein af fjölmennustu keppnisgreinunum á mótinu. Það er greinilegt að unga fólkið er að sækja sig í íþróttinni og verður gaman að sjá vöxtinn í framtíðinni.
Nýr flottur folfvöllur á Hvammstanga
Í dag var opnaður skemmtilegur 9 körfu frisbígolfvöllur í Kirkjuhvammi á Hvammstanga en uppsetning hans var ein af hugmyndunum sem fram komu við vinnu starfshóps um íþrótta- og útivistarsvæðið í Hvamminum sem fram fór árið 2021. Völlurinn er staðsettur á mjög fallegu svæði og þeir sem hafa prófað eru í skýjunum með hvernig til hefur tekist.
Til viðbótar við körfurnar í Kirkjuhvammi verða settar upp tvær körfur á Bangsatúni. Þær körfur eru gjöf til sveitarfélagsins frá Húnaklúbbnum og eru forsvarsmönnum klúbbsins fræðar bestu þakkir fyrir. Ungmennaráð hefur verið Húnaklúbbnum innan handar með verkefnið og meðlimum ráðsins jafnframt færðar þakkir fyrir áhugann fyrir verkefninu.
Völlurinn er sá 94 í röðinni hér á landi og við hvetjum auðvitað alla til að prófa hann.
Íslandsmót barna 2023
Fyrr í sumar fór fram Íslandsmót barna í frisbígolfi á völlunum í Grafarholti. Þrátt fyrir góða veðurspá þá helltist rigningin yfir keppendur sem létu það samt ekki á sig fá og kepptu af miklum áhuga. Gaman er að sjá hvað mikill áhugi er að vakna hjá yngsta aldurshópnum og það verður gaman að fylgjast með þeim á komandi árum.
Íslandsmeistarar 2023 voru:
15 ára og yngri – strákar – Ares Áki Guðbjartsson
12 ára og yngri – strákar – Steven Noviczski
12 ára og yngri – stelpur – Eydís Eyþórsdóttir
10 ára og yngri – strákar – Davíð Tindri Ingason
10 ára og yngri – stelpur – Sóldís Embla Davíðsdóttir
8 ára og yngri – strákar – Vilhjálmur Örn Sigurðsson
6 ára og yngri – strákar – Aron Einar Gunnarsson
6 ára og yngri – stelpur – Erna Lind Davíðsdóttir
Öflugt starf á Selfossi
Frisbígolffélag Árborgar hefur verið með mikið og gott starf í sumar en hvert mánudagskvöld eru æfingar undir leiðsögn og á vikulega er fimmtudagsdeild á stóra vellinum. Einnig hafa verið haldin önnur mót sumar og óhætt að segja að mikill kraftur sé á Selfossi. Við hvetjum alla til þess að ganga í félagið og taka þannig þátt í öflugri uppbyggingu.
Nýr völlur á Ólafsfirði
Nú í júní var settur upp nýr frisbígolfvöllur á Ólafsfirði en völlurinn sem er með 9 brautir liggur upp frá tjaldsvæðinu, framhjá skíðastökkpalli og niður að sundlauginni. Við hvetjum ykkur öll til að prófa.
Allir geta spilað
Krökkum finnst gaman að henda hlutum og þau eru fljót að ná tökum á að henda frisbídiskum. Farið endilega með þau út á völl og leyfið þeim að kasta, gott ráð er að stytta brautirnar um helming þannig að þau hafi gaman að þessu með hinum. Einnig eru léttari vellirnir skemmtilegri þannig að upplifun þeirra sé jákvæð.
Metfjöldi á Úlla ljóta
Elsta frisbígolfmót landsins er Úlli ljóti en þetta mót er haldið á vellinum á Úlfljótsvatni bæði vor og haust á hverju ári. Metþátttaka var þetta árið og veðrið lék við keppendur en alls var boðið upp á sjö keppnisflokka. Völlurinn á Úlfljótsvatni var stækkaður síðasta sumar í 18 brautir og stendur mótið undir kostnaði á smíðuðum heilsársteigum sem fer fjölgandi með hverju mótinu.
Fyrsta Silfurmótið í sumar
Laugardaginn 27. maí verður fyrsta Silfurmótið sumarsins haldið á Grafarholtsvelli og hefst keppnin klukkan 11.
Silfurmótin eru öllum opin sem ekki keppa í Gullmótaröðinni og hvert mót sjálfstætt. Mótin er sérstaklega ætlum þeim sem keppa sjaldan eða eru að stíga sín fyrstu skref.
Við hvetjum alla til þess að taka þátt en hægt er að skrá sig á þessari slóð til klukkan 20 í kvöld. https://discgolfmetrix.com/2505228
Fyrsta stórmót sumarsins
Um helgina fer fram Vormót Frisbígolfbúðarinnar og Smartfix en mótið er fyrsta Gullmót Íslandsbikarsins sem er mótaröð sem samanstendur af fimm Gullmótum sem standa yfir í allt sumar. Hvert mót er sjálfstætt en í lokin eru veitt heildarverðlaun fyrir bestu þrjú mótin af þessum fimm.
Yfir 90 keppendur taka þátt um helgina og eru spilaðar þrjár umferðir á Grafarholtsvelli en keppt er í 7 getuflokkum. Allir eru auðvitað velkomnir að fylgjast með en best er að stoppa fyrst við í húsinu okkar að Þorláksgeisla 51 til að fá allar upplýsingar um mótið.
Hægt er að fylgjast með mótinu hér: https://www.pdga.com/apps/tournament/live/event?eventId=67200&view=Scores&division=MA1&round=1
Viðburðaríkt folfsumar
Hér erum við búin að safna saman helstu viðburðum sem eru á döfinni hjá Íslenska frisbígolfsambandinu og frisbígolffélögum um allt land. Dagskráin er metnaðarfull og af nógu að taka. Algjör sumarveisla!
Hægt er að skoða viðburðardagatal hér á síðunni undir VIÐBURÐIR