Núna á fimmtudaginn verður haldið næsta mánaðarmót en það hefst kl. 19 á Gufunesvelli. Keppt verður í fjórum flokkum og allir hvattir til að mæta.
Vel heppnuð kynning á Akureyri
Það vita ekki allir Akureyringar að það er frábær 9 körfu völlur að Hömrum við Kjarnaskóg og er búinn að vera þar í nokkur ár.
Laugardaginn 13. júlí fór hópur norður og hélt kynningu fyrir Akureyringa auk þess sem haldið var fyrsta formlega mótið á vellinum á Hömrum. Þátttakendur voru 21 og góð stemning auk þess sem veðrið dekraði við okkur. Úrslit mótsins má sjá undir flokknum “Keppnir”. Nokkrir spilarar eru á Akureyri og vonum við að sá hópur stækki og eflist. Tjaldsvæðið á Hömrum er einnig farið að selja folfdiska.
Íslandsmót 2013
Nú um helgina var haldið Íslandsmótið í frisbígolfi og heppnaðist það mjög vel enda lék veðrið við keppendur. Jón Símon Gíslason varð íslandsmeistari karla en hann vann opna flokkinn A. Íslandsmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir en í barnaflokki varð Sævar Breki Einarsson íslandsmeistari.
Í opnum flokki B varð Diddi sigurvegari og í byrjendaflokki vann Sturla Harðarson.
Vel heppnað miðnæturmót
Mánaðarlegt mót okkar var haldið á Klambratúnsvelli á Jónsmessunni og er spilað yfir miðnætti sem er alltaf mjög skemmtilegt. Mjög góð þátttaka var en 35 skráðu sig til leiks.
Mánaðarmeistari í opnum flokki varð Adam Jónsson og mánaðarmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir.
Fastir spilatímar í sumar
Úlli ljóti 2013
Úlli ljóti var haldinn þetta sumarið við bestu aðstæður en keppt var í tveimur flokkum, opnum og byrjendaflokki. Völlurinn á Úlfljótsvatni er fyrsti völlurinn með þrjá teiga á hverri körfu og spilaði opni flokkurinn völlinn á nýjum hvítum teigum sem gerir völlinn mjög krefjandi og skemmtilegann. Byrjendaflokkurinn spilaði á rauðum teigum. Sigurvegari í opnum flokki varð Haukur Árnason á 63 skotum en sigurvegari byrjendaflokks varð Egill Einarsson á 69 skotum.
Maí mánaðarmót
Fyrsta mánaðarmótið
Allt að fara í gang
Mótaskráin 2013
Í aðalfundi sambandsins var samþykkt ný mótaskrá fyrir árið 2013 og er hún nú komin hér á vefinn undir flokknum “keppnir”. Fyrsta mánaðarmótið verður haldið fimmtudaginn 18. apríl.