Kraftmikil frisbígolffélög

Félagar FGA vinna að smíði teiga, apríl 2023

Einn mælikvarði á styrk íþrótta er hversu virk íþróttafélögin eru í hverri grein. Allt frá því að Íslenska frisbígolfsambandið var stofnað 2005 hefur markmiðið verið að hvetja til stofnunar frisbígolffélaga um allt land, sérstaklega í kringum þá velli sem komnir eru.

Nú eru starfandi mörg öflug félög sem eru farin að reka metnaðarfulla dagskrá með hittingum, mótahaldi, námskeiðum og viðhaldi og endurbótum folfvalla í þeirra heimabyggð. Kraftmikil starfsemi með áhugasömu félagsfólki gerir mikið fyrir uppgang íþróttarinnar og við hvetjum alla til að skrá sig á félagaskrá og taka þannig þátt í starfseminni.

Þau félög sem eru með virka starfsemi eru m.a.:

Frisbígolffélag Akureyrar – www.fga.is
Frisbígolffélag Austurlands
Frisbígolffélag Árborgar
Frisbígolfklúbbur Hafnafjarðar – www.ffh.is
Frisbígolffélag Langanesbyggðar – https://www.facebook.com/Frisbigolf
Frisbígolffélag Reykjavíkur – www.fgr.is
Frisbígolffélag Suðurnesja – https://www.facebook.com/frisbigolffelagsudurnesja/
Frisbígolfdeild UMF Samherja Hrafnagili