Elsta frisbígolfmót landsins er Úlli ljóti en þetta mót er haldið á vellinum á Úlfljótsvatni bæði vor og haust á hverju ári. Metþátttaka var þetta árið og veðrið lék við keppendur en alls var boðið upp á sjö keppnisflokka. Völlurinn á Úlfljótsvatni var stækkaður síðasta sumar í 18 brautir og stendur mótið undir kostnaði á smíðuðum heilsársteigum sem fer fjölgandi með hverju mótinu.