Sunnudaginn 7. ágúst verður haldið sérstakt kvennamót á vegum Frisbígolffélags Reykjavíkur en mótið er hluti af alþjóðlegu átaki, Womans Global Event, sem haldið um allan heim.
Mótið er sérstaklega sniðið konum, bæði vönum og óvönum í frisbígolfi, og er boðið upp á keppni á nýja vellinum í Grafarholti en á mismunandi teigum eftir getustigi spilara auk þess sem púttleikir og ásakeppni verður í boðið fyrir keppendur. Allar konur er velkomnar og hvetjum við áhugasamar um að mæta.
Hægt er að skrá sig hér: Skráning á kvennamót FGR en einnig er hægt að senda póst á fgr@fgr.is með spurningar eða aðstoð við skráningu.