Gullmótaröðin 2025

Gullmótaröðin verður áfram 2-3 daga mót eins og verið hefur og spilaðir eru þrír 18 brauta hringir. Gullmótaröðin gefur PDGA stig og er ætlast til þess að keppendur hafi náð góðri færni í frisbígolfi, eigi að baki reynslu af keppni og þekki keppnisreglur PDGA. Á mótinu er farið eftir reglum frá PDGA og því gott að kynna sér helstu reglur sem gilda í mótum.

Veitt eru verðlaun samkvæmt PDGA reglu 2.06.C. svo það er undir mótsstjórum komið að ákveða verðlaun (má vera með lágmark eða meira). Hvert sæti gefur stig til Íslandsbikarsins og verður stigalisti uppfærður eftir hvert mót. Þrjú bestu mótin gilda samkvæmt meðfylgjandi stigatöflu (hér fyrir neðan). Heimilt er að skipta um flokk á milli móta en keppandi tekur ekki áunnin stig með sér á milli flokka og getur aðeins unnið einn flokk (þann sem telst sterkari). Stig færast ekki á milli mótaraða.

Að síðasta Gullmótinu loknu verður veittur Íslandsbikar í hverjum flokki. Um er að ræða farandbikar sem sigurvegarar varðveita í eitt ár eða þar til næstu mótaröð lýkur. Aðeins er hægt að sigra einn flokk í Íslandsbikarnum og gildir þá sterkari flokkurinn. Til að vinna mótaröðina þarf að keppa í lágmark 2 gullmótum.

Mótin sem eru hluti af Íslandsbikarnum 2025 eru:

  • Íslandsbikarinn Gullmót 1: 23. – 25. maí – FGÁ og mótanefnd ÍFS
  • Íslandsbikarinn Gullmót 2: 7. – 9. júní FGA Akureyri
  • Íslandsbikarinn Gullmót 3: 20. – 22. júní – FGR Reykjavík
  • Íslandsbikarinn Gullmót 4: 18. – 20. júlí – FFSFGRFrisbígolfbúðin og ÍFS

10 keppnisflokkar eru í boði á Gullmótaröðinni 2025:

Opinn meistaraflokkur – MPO
Meistaraflokkur kvenna – FPO
Stórmeistaraflokkur 40+ – MP40
Stórmeistaraflokkur kvenna 40+ – FP40
Stórmeistaraflokkur 50+ – MP50
Stórmeistaraflokkur kvenna 50+ – FP50
Almennur flokkur 1 – MA1
Almennur flokkur kvenna 1 – FA1
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri – MJ18
Ungmennaflokkur kvenna 18 ára og yngri – FJ18

Teigar
Flokkar sem byrja á MP og FP eru á bláum teigum ásamt MA1.
FA1 og FJ18 eru á hvítum teigum. Mótsstjóri getur breytt hvítum teigum og sett hámark 6 bláa teiga ef völlurinn bíður ekki upp á að vera með góðu móti með einungis hvíta teiga, (hvítur og blár á sama teig, þar sem hvítur er með hærra par, flokkast sem hvítur teigur).

Fyrirkomulag skráningar og verð
Er einfaldlega „fyrstir koma, fyrstir fá“. Athugið að skráning er auglýst á frisbígolf facebook síðunni. Þar kemur fram hvernig hægt er að hafa samband við mótsstjóra og skráningarmáti. Ef að enginn hefur skráð sig í flokk 2 vikum fyrir mót hefur mótsstjóri leyfi til að fella út flokkinn. Sunnudag helgina fyrir mót lokar skráning og þá telst skráning gild ef greitt hefur verið fyrir mótið. Verð hjá ungmennaflokkum er 6000 kr, aðrir flokkar 9000 kr fyrir mótið. Innifalið er undirbúningur, skipulagning og utanumhald um mótið, verðlaun, snarl og drykkir. Mótsstjóri þarf að vera með fjölda keppenda á hreinu með þessum fyrirvara til að versla það sem er innifalið og ráðstafa tíma, mannskap og ráshópum á mótinu út frá skráningu.

Stigagjöf ÍFS fyrir Íslandsbikarinn var tekinn upp árið 2022. Stigakerfið er aðlagað að íslenskum keppnisfjölda og byggt á útreikningum frá þremur PDGA stigakerfum frá stórmótum erlendis. Þrjú bestu mótin gilda til stiga og vinna keppendur sér inn stig í þeim flokkum sem þeir keppa í. Skipti keppendur um flokk eða mótaröð fylgja stigin ekki með.

1. sæti                         100 stig
2. sæti                         90 stig
3. sæti                         81 stig
4. sæti                         72 stig
5. sæti                         64 stig
6. sæti                         56 stig
7. sæti                         49 stig
8. sæti                         42 stig
9. sæti                         36 stig
10. sæti                       30 stig
11. sæti                       25 stig
12. sæti                       20 stig
13. sæti                       16 stig
14. sæti                       12 stig
15. sæti                       9 stig
16. sæti                       6 stig
17. sæti                       4 stig
18. sæti                       2 stig
19. sæti eða neðar      1 stig

Jafntefli hjá keppendum í heildarniðurstöðu.
Ef spilarar eru jafnir að stigum þá eru skoðaðar innbyrgðis viðureignir þessara spilara á mótaröðinni.
Ef að það er jafnt þá er skoðað hvor fékk hærri reitingu í heildina úr gullmótunum þrem.
Ef enn er jafnt þá skal hlutkesti ráða.

Birt með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur.