Það er óhætt að segja að frisbígolf hafi komið eins og stormsveipur inn í afþreyingu landsmanna á fáum árum en ekki er langt síðan enginn hafði heyrt um þessa íþrótt -hvað þá prófað. Síðustu 2-3 ár hefur orðið algjör sprenging í iðkendafjölda sem nú telur tugi þúsunda á öllum aldri, konur og karla. Ástæðan er líka einföld; fyrir utan að vera fáránlega skemmtilegt þá er þetta ódýr íþrótt sem auðvelt er að ná tökum á þó að það taki mörg ár að ná leikni þeirra bestu.
Gaman er að sjá fjölbreyttnina í hóp þeirra sem spila núna sér til skemmtunar og sérstaklega ungt fólk sem nýtir folf til að hitta félagana og fá um leið góða hreyfingu til viðbótar, oft einu hreyfinguna þessa dagana þegar takmarkaður aðgangur er að mörgu.