Nú þegar sumarið er á enda er vert að minna á að haustið er frábær tími til að spila frisbígolf. Hauststillurnar eru góðar og þó að dagur sé styttri þá er upplagt að taka hring og halda sér þannig við. Margir vellir eru með góða teiga, gerfigras eða hellur, sem eru mjög hentugir í bleytunni.
Þetta sumar var auðvitað mjög gott fyrir sportið en aldrei hafa fleiri stundað sportið hér á landi enda komu 15 nýjir vellir í sumar og eru orðnir 45. Við hvetjum alla til að drífa sig út og spila.