Þessa dagana er verið að vinna að breytingum á frisbolfvellinum í Gufunesi en völlurinn er eini 18 brauta völlur höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið var að leggja göngu- og hjólastíg þar sem völlurinn hefur verið síðustu 18 ár og því nauðsynlegar öryggisbreytingar mikilvægar vegna aukinnar umferðar um svæðið.
Vaskur hópur folfara eyddi helginni í breytingarnar og vonum við að nýtt skipulag vallarins falli spilurum vel en byrjað verður að keppa á því strax í Þriðjudagsdeildinni eftir tvo daga.