Nú er unnið hörðum höndum við stækkun á frisbígolfvellinum í Grafarholti úr 9 brautum í 18 en reiknað er með að völlurinn verði opnaður í byrjun júní. Á höfuðborgarsvæðinu er nú aðeins einn 18 brauta völlur í Gufunesi og verður því mikil lyftistöng fyrir íþróttina að fá annan stóran keppnisvöll.
Nýji keppnisvöllurinn verður krefjandi og fjölbreyttur en yfir helmingar brauta verða svokallar skógarbrautir sem reynir mikið á mið og nákvæmni spilara. Á öllum brautum verða þrír teigar fyrir ólík getustig og er hann því hentugur öllum gerðum spilara.
Framkvæmdir ganga vel og er mikill áhugi fyrir verkefninu.