Nú er sumarveðrið skollið á og allir folfvellir orðnir fullir af áhugasömum spilurum. Margir orðnir spenntir eftir langan vetur. Nýju vellirnir eru allir í vinnslu, sumir komnir í gagnið (Hrísey og Mosfellsbær) en aðrir í undirbúningi. Við reiknum með því að þeir verði allir klárir í júlí. Völlurinn á Akranesi verður einnig stækkaður upp í 9 brautir en Garðalundur er frábær staður fyrir folf.
Völlurinn í Gufunesi verður tekinn í gegn í sumar. Bæði verður vellinum breytt mikið en eins verður öllum gömlu körfunum skipt út fyrir nýjar. Settir verða þrír teigar á hverja braut (rauðir-hvítir-bláir) og lagað verður undirlagið á þeim öllum. Settar verða fleiri merkingar þannig að nýjir spilarar eigi betur með að rata um völlinn. Starfsmenn Gufunesbæjar ætla að sjá um sláttinn í sumar enda veitir ekki af.