Nú í vikunni var settur upp nýjasti frisbígolfvöllurinn hér á landi en sá völlur er staðsettur í Grímsey og er því nyrsti völlur landsins nánar tiltekið við heimskautabaug.
Það voru félagar í Kiwanisklúbbnum Grími sem stóðu að kaupum á vellinum og stýrðu uppsetningunni. Verkefnið var styrkt af Brothættum byggðum. Þess má geta að nú eru frisbígolfvellir í þremur eyjum hér á landi, Grímsey, Hrísey og Vestmannaeyjum.
Við hvetjum auðvitað alla til þess að leggja leið sína til Grímseyjar og spila þennan nýjasta völl landsins.