Frisbígolf allt árið

Eitt af því ánægjulega í þróun folfvalla hér á landi síðustu ár eru betri teigar þ.e. undirlagið þaðan sem upphafskastið er tekið. Í raun má segja að vellirnir breytist úr sumarvöllum þar sem teigarnir eru góðir og þurrir í 2-3 mánuði í heilsársvelli sem gefur notendum kost á að spila allt árið.

Kostirnir eru auðvitað margir.
Fyrir utan það hversu mikið betra er að fóta sig á góðum teigum sem yfirleitt eykur líkurnar á góðu kasti þá eru nokkrir kostir til viðbótar. Minni hætta er á að renna til eða misstíga sig auk þess að kastsvæðið verður snyrtilegra því með mikilli notkun þá er grasið fljótt að gefa eftir og drulla myndast.
Nú eru flestir vellir á höfuðborgarsvæðinu komnir með heilsársteiga og við mælum eindregið með því að hefðbundir teigar (náttúrulegir) séu uppfærðir upp í góða heilsársteiga á öllum völlum landsins. Sendið okkur póst ef ykkar vantar frekari upplýsingar á folf@folf.is