Um helgina var Íslandsmótið í frisbígolfi haldið í 18. sinn en nú fór mótið fram á tveimur völlum, Grafarholts- og Gufunesvelli. Fyrirkomulag mótsins var þannig að 68 bestu folfarar landsins unnu sér inn rétt til að keppa á Íslandsmótinu og var keppt í fimm flokkum.
Veðrið lék við keppendur um helgina en spilað 18 brauta hringur föstudag, laugardag og sunnudag og strax ljóst að baráttan yrði hörð í öllum flokkum enda gríðarleg aukning keppenda í íþróttinni síðustu tvö árin.
Íslandsmeistari í opnum flokki síðustu þriggja ára, Blær Örn Ásgeirsson fékk verðuga keppni og mátti sætta sig að lokum við annað sætið því Ellert Georgsson spilaði frábærlega og sigraði með fimm köstum. Í kvennaflokki sigraði annað árið í röð María Eldey Kristínardóttir með nokkrum yfirburðum.
Úrslit urðu þannig:
Opinn flokkur:
1. Ellert Georgsson Íslandsmeistari 153
2. Blær Örn Ásgeirsson 158
3. Mikael Máni Freysson 170
Meistaraflokkur kvenna:
1. María Eldey Kristínardóttir Íslandsmeistari 195
2. Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir 233
3. Svandís Halldórsdóttir 235
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri:
1. Trausti Freyr Sigurðsson Íslandsmeistari 192
2. Andri Fannar Torfason 195
3. Kristófer Breki Daníelsson 209
Stórmeistaraflokkur 40+:
1. Árni Sigurjónsson Íslandsmeistari 191
2.-3. Eyþór Örn Eyjólfsson 194
2.-3. Bogi Bjarnason 194
Stórmeistaraflokkur 50+:
1. Daníel Sigurðsson Íslandsmeistari 207
2. Birgir Ómarsson 209
3. Ingvi Traustason 212