
Eins og flestir hafa tekið eftir þá er dagur farinn að lengjast og mögulegt orðið að spila fram á kvöld. Miklar rigningar og lítið frost gerir okkur erfitt fyrir en mikil bleyta og drulla er á flestum völlum og því er gott að vera vel skóaður til spilamennskunar.
Svona aðstæður sýna vel mikilvægi heilsársteiga og ekki er verra að vera með gúmmímottur í kringum körfur til að verja jarðveginn betur. Nú styttist í vorið og öllum farið að hlakka til að þessi endalausi blauti vetur kveðji.