Núna yfir vetrarmánuðina er óhætt af fara að hlakka til vorsins en á hverri viku lengist dagurinn um c.a. 40 mínútur. Þó að snjór sé yfir öllu þá má ekki gleyma því að allir folfvellir landsins eru opnir og það eina sem þarf til þess að spila frisbígolf í þessum aðstæðum eru nokkrir litsterkir diskar, hlýr fatnaður og góðir vinir. Margir eru einnig duglegir að æfa púttin innandyra yfir vetrartímann en hægt er að finna upplýsingar um inniæfingar á FB síðunni okkar “frisbígolf”.