Eftir gott sumar þá hefur veðrið ekki verið sérlega hagstætt til frisbíkasta undanfarnar vikur. Mikil rigning gerir vellina gegnsósa og teigarnir eyðileggjast hratt. Við hvetjum alla sem eru að spila að hlífa aðalteigunum og skjóta frá stöðum sem þola notkunina betur. Við getum svo byrjað að nota gömlu teigana aftur í vor. Gott ráð er að fara 2 metra fram- eða afturfyrir teiginn. Þó sumarið sé sannarlega besti tíminn fyrir folfið þá er mjög skemmtilegt að spila á veturnar, ekki skemmir að vera vel klæddur og skilja hvítu diskana eftir heima.
Category Archives: Uncategorized
Kynning á Akureyri
Frisbígolfið vinsælt
Það má með sanni segja að nýji völlurinn á Klambratúni hafi slegið í gegn og það er gaman að sjá hversu margir hafa kynnst Frisbígolfinu nú í sumar. Fjölmargir notuðu tækifærið í góða veðrinu um nýliðna helgi og spiluðu á Klambratúnsvellinum. Haustið er líka frábær tími til að spila en við hvetjum sem flesta til þess að mæta áfram. Fyrir þá hörðustu þá er hægt að spila á skemmtilegan hátt í svartamyrkri með því að líma lítið ljós á diskana og setja ljós (t.d. glowstick) á körfurnar.
Þorri og Kristrún Íslandsmeistarar 2011
Á myndinni má sjá Jón Símon (lengst til hægri), Þorra (annan frá hægri), Adda (þriðja frá hægri) og Gulla (fjórða frá hægri). Fyrir aftan Þorra stendur Haukur.
Um helgina fór fram Íslandsmót okkar folfara og heppnaðist mótið mjög vel. Í opna flokknum var keppt bæði laugardag og sunnudag en núverandi Íslandsmeistari Þorvaldur Þórarinsson (Þorri) náði að verja titilinn en tæpara gat það varla verið. Í öðru sæti varð Jón Símon sem spilaði frábærlega alla helgina og leiddi mótið lengst af en hann missti Þorra fram úr sér á síðustu holunum. Í þriðja sæti varð síðan reynsluboltinn Haukur Árnason en hann vann nýlega Ásamótið og er greinilega í fantaformi, Addi varð í fjórða, Indriði í fimmta og Gulli varð í því sjötta. Þess má geta að Gulli er að mæta aftur eftir nokkur ár en hann varð Íslandsmeistari í barnaflokki hér áður.
Íslandsmeistari kvenna varð Kristrún Gústafsdóttir, Guðbjörg varð í öðru sæti og Halldóra í þriðja.
Nánari úrslit og skor koma fljótlega…
Skemmtilegt æfingamót
Í kvöld var haldið upphitunarmót fyrir Íslandsmótið næstu helgi og var þátttaka góð. Í opnum flokki kepptu 11 spilarar og sigraði Þorri á samtals 45 skotum (tvo hringi). Besti hringur hans var 21 skot. Annar varð hinn ungi og bráðefnilegi Gunnlaugur á 48 skotum en hans besti hringur var 23 skot. Þess má geta að Gulli varð Íslandsmeistari í barnaflokki fyrir nokkrum árum og kemur nú sterkur inn. Þriðji var Jón Símon á 50 skotum.
Í kvennaflokki voru þrír keppendur en þar sigraði Guðbjörg Ragnars á samtals 59 skotum (27+32), önnur varð Kristrún á 62 skotum (32+30) og þriðja varð Halldóra á 64 skotum (33+31). Besta hringinn átti Guðbjörg á 27 skotum. Nánari úrslit í opna flokknum:
- Þorri 21+24 = 45
- Gunnlaugur 23+25 = 48
- Jón Símon 24+26 = 50
- Nonni 24+27 = 51
- Addi 24+28 = 52 (4 tvistar)
- Haukur 28+24 = 52 (3 tvistar)
- Sigurjón 30+23 = 53 (6 tvistar)
- Birgir 26+27 = 53 (5 tvistar)
- Garðar 26+27 = 53 (2 tvistar)
- Davíð 28+26 = 54
- Ágúst 31+33 = 64
Auk þess spiluðu nokkrir byrjendur einn hring og þar voru skráðir Darren á 28 skotum, Birgir Jóakimsson á 32 skotum og Jessica á 36 skotum. Nokkrir til viðbótar spiluðu en skiluðu ekki inn skorkortum.
Ásamót í Gufunesi (AceRace)
Í dag var haldið skemmtilegt ásamót í Gufunesi þar sem takmarkið var að fá sem flestar holur í höggi. Allir spila með sömu tegund af diski en þetta árið varð fyrir valinu pútter frá Discraft. Frábært veður og góð þátttaka gerði þetta að skemmtilegu folfmóti sem verður haldið aftur að ári. 12 ásar náðust á mótinu og konurnar gerðu sér lítið fyrir og náðu 3 þeirra. Sigurvegari varð Haukur Árnason með tvo ása en það þurfti bráðabana á milli hans og Jóns Halldórs Arnarssonar til að skera út um úrslitin. Haukur er þriðji frá vinstri í aftari röð á myndinni.
Skorkort og vallarkort
Scott Rief í heimsókn
Síðustu daga hefur bandaríski folfarinn Scott Rief verið í heimsókn hér á landi en hann millilenti hér í tvo daga á leið sinni frá Finnlandi þar sem hann keppti á Evrópumótinu í frisbígolfi. Scott er einn sterkasti spilarinn sem hefur heimsótt okkur en hann hefur unnið sér inn rúma eina milljón króna í verðlaunapening á mótum. Scott sýndi okkur ýmis handbrögð upp í Gufunesi og eitthvað af því var tekið upp. Það efni verður sett á síðuna fljótlega.
Klambratúnið slær í gegn
Nú í sumar var opnaður nýr glæsilegur völlur á Klambratúni og við hvetjum alla til þess að mæta þangað og spila. Fyrsti teigur er við bílastæðið (vestanmegin) en þar er kort af vellinum. Á skiltinu er póstkassi með skorkortum. Verið líka óhrædd við að spyrja þá sem greinilega eru vanir.
Komið endilega og prófið – það kostar ekkert.