Áfram Eygló!

Við hvetjum auðvitað folfarann okkar hana Eygló Ósk Gústafsdóttur áfram en hún keppir þessa dagana í sundi á Ólympíuleikunum í London.

Minni á miðvikudagshitting í Gufunesi í kvöld kl. 19 (miðvikudagur)

Júlí mánaðarmót – Gufunesvelli

 

Fimmtudaginn 19. júní var haldið skemmtilegt “mánaðarmót” sem er haldið þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Völlurinn var mjög flottur og gott veður skemmdi ekki fyrir. Mánaðarmeistari karla varð Sigurjón Magnússon sem spilaði hringinn á 47 skotum. Mánaðarmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir.

Nánari úrslit eru hér.

Texasborgarar 2012- úrslit

Laugardaginn 7. júlí nk. var haldið skemmtilegt frisbígolfmót á Klambratúni og dí topp þremur sætunum urðu:

1. sæti – Heimir Guðbergsson 48 skot

2. sæti – Haukur Arnar Árnason 51 skot

3. sæti – Arnar Páll Unnarsson 60 skot

 

Verkfræði diska

Þó að frisbídiskar virki einfaldir að gerð eru mjög strangar reglur um hönnun þeirra. Þannig þurfa þeir að vera innan ákveðinna stærðar- og þyngdarmarka eins og sést á meðfylgjandi teikningu. Framleiðendur diskanna hafa síðan náð að hanna ólíka eiginleika í flugi þeirra sem gerir fjölbreyttni þeirra mikið.

Folf á humarhátíð á Höfn

Um helgina verður settur upp folfvöllur á Höfn í Hornafirði í tilefni af humarhátiðinni. Verið er að undirbúa varanlegan völl á Höfn og var ákveðið að nota tækifærið og setja upp prufuvöll þar um helgina. Þeir Sigurþór og Haukur verða með kynningu fyrir áhugasama.

Gufunesvöllurinn opnar aftur

Nú er búið að opna aftur Gufunesvöllinn en síðustu körfurnar voru settar upp í dag. Allar körfur eru nú varanlega fastar, lóðréttar og í réttri hæð. Á næstu vikum verða settir upp byrjendateigar og merkingar sem auðvelda rötun á næsta teig.

Miðnæturmánaðarmót 2012

Skemmtilegt miðnæturmót var haldið 21. júní sl. og var þátttaka mjög góð enda aðstæður allar þær bestu. Keppt var í fjórum flokkum en mesta þátttaka var í opnum flokki.

Á myndinni eru verðlaunahafar í kvennaflokki og varð Guðbjörg Ragnarsdóttir júnímeistari kvenna. Þorvaldur Þórarinsson er júnímeistari karla en hann vann opna flokkinn.

Nánari úrlit eru hér.

Gufunesvöllur endurbættur

 

Nú standa yfir framkvæmdir á Gufunesvellinum en í þessum áfanga er verið að ganga betur frá körfunum en áður hefur verið. Þannig verða þær steyptar niður og stilltar af í réttri hæð og halla. Stefnt er að því að völlurinn opni aftur í lok næstu viku.

Úlli ljóti 2012

 

Fimmtudaginn 7. júní var haldið mót á vellinum á Úlfljótsvatni. Spilaðir voru tveir hringir í flottu veðri við bestu aðstæður. Haukur Árnason vann mótið, Birgir Ómarsson lenti í öðru sæti og Árni Leósson í því þriðja.