Í aðalfundi sambandsins var samþykkt ný mótaskrá fyrir árið 2013 og er hún nú komin hér á vefinn undir flokknum “keppnir”. Fyrsta mánaðarmótið verður haldið fimmtudaginn 18. apríl.
Category Archives: Uncategorized
Aðalfundur ÍFS
Aðalfundur Íslenska frisbígolfsambandsins, ÍFS, verður haldinn þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 20 í Gufunesbæ.
Dagskrá fundarins verður: (skv. 5 grein laga ÍFS)
1. Skýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar lesnir og bornir upp til staðfestingar.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og nefnda.
4. Kosið í stjórn og aðrar trúnaðarstöður.
5. Önnur mál.
Kynnt verður mótaskrá fyrir sumarið 2013.
Rétt til setu á aðalfundi með tillögu- og atkvæðisrétt eiga allir fullgildir félagar, 16 ára og eldri. Samkvæmt lögum skal boða aðalfund með minnst 10 daga fyrirvara. (4 grein). Árgjaldið 2013 verður það sama og í fyrra þ.e. 2.000 kr. og veitir helmingsafslátt á mótum ÍFS, atkvæðisrétt á aðalfundi auk reglulegra folf-frétta.
Reikningsupplýsingar ÍFS eru: Banki: 513-14-503326, Kennitala: 450705-0630
Vonum að sjá sem flesta.
RÚV umfjöllun
Vetur!
Skemmtilegt áramót
Gleðilega hátíð!
Vetrarfolf!
Síðasta mánaðarmót sumarsins
Í kvöld, fimmtudaginn 20. september, verður haldið síðasta mánaðarmót sumarsins á Gufunesvellinum. Mótið hefst kl. 18.30 og byrjar skráning kl. 18. Vegna birtu þá er mikilvægt að byrja spilun tímanlega. Keppt verður í fjórum flokkum; opnum flokki, kvennaflokki, barnaflokki og byrjendaflokki.
Við hvetjum alla til þess að mæta enda veðrið alveg frábært.
Íslandsmeistaramótið 2012
Skemmtilegu Íslandsmóti er nú lokið en keppt var í fjórum flokkum um síðustu helgi. Sigurvegarar urðu Þorvaldur Þórarinsson í opnum flokki, Guðbjörg Ragnarsdóttir í kvennaflokki, Fannar Traustason í byrjendaflokki og Sævar Breki í barnaflokki.
AceRace
Skemmtilegt AceRace mót.
Á laugardaginn var haldið hið árlega AceRace mót Discraft en var full þátttaka en öll settin seldust upp. Einn ás náðist á mótinu en það var enginn annar en Bjarni töframaður sem galdraði diskinn í körfuna og stóð uppi sem sigurvegari. Nokkuð margir náðu að hitta í körfuna án þess að diskurinn færi ofan í en fyrir það er gefið M (málmur).
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá mótinu.