Íslandsmeistarar 2016

meistararÞrír nýjir Íslandsmeistarar voru krýndir á Íslandsmótinu sem fram fór fyrstu helgina í september. Í opnum flokki sigraði Þorsteinn Óli Valdimarsson, í kvennaflokki sigraði Kolbrún Mist Pálsdóttir og í barnaflokki sigraði Andri Fannar Torfason. Svo skemmtilega vill til að allir þessir aðilar voru að vinna Íslandsmeistaratitil í fyrsta sinn. Við óskum þeim öllum til hamingju.

Íslandsmótið í frisbígolfi 2016

gufunes2Dagana 2.-4. september nk. verður Íslandsmótið í frisbígolfi haldið í öllum flokkum. Mótið hefst á föstudaginn með Íslandsmótinu í Texas Scramble en það hefst kl. 17.30 á Klambratúnvelli. Keppt er í tveggja manna liðum og betra kastið hjá liðinu gildir.

Á laugardaginn hefst síðan keppni í A- og B- flokki á vellinum í Gufunesi. Mæting er kl. 9 en spilaðir verða 3 hringir auk úrslita.
Keppni í kvennaflokki verður á sunndaginn kl. 15 á vellinum í Fossvogi en spilaðir verða tveir hringir af hvítum teigum. Keppni í barnaflokki hefst kl. 15 í Fossvogi, spilaðir verða tveir hringir af rauðum teigum.

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér. islandsmot2016

Skráning er á netfangið folf@folf.is

 

Frisbígolf – yfir 40 ára saga

ed-headrick-frisbee-putting-mach1-basketMargir eru að kynnast frisbígolfi í fyrsta sinn þessa dagana en gaman er að upplýsa að folfið á sér nokkuð langa sögu. Ekki er auðvelt að tímasetja nákvæmlega hvenær folfið varð til en flestir rekja það annarvegar til 1965 þegar bandaríkjamaður byrjaði að spila með frisbídiskum á golfvelli og hinsvegar þegar fyrsta einkaleyfið á folfkörfu var fengið 1975 sem er grunnurinn af þeim körfum sem eru notaðar í dag. Í fyrstu var þetta kallað “frisbee-golf” en Wham-O fyrirtækið sem átti vöruheitið “frisbee” fór fram á einkaleyfi á því nafni. Því var búið til nýtt nafn “disc-golf” sem er notað víðast hvar í dag.

Frisbígolfið barst hingað til lands í kringum 1998 og voru þá t.d. spilaðir vellir þar sem ruslatunnur voru notaðar sem skotmark en fyrsti “alvöru” völlurinn var settur upp á túni á Hömrum á Akureyri sumarið 2001 og voru notaðir staurar sem kastað var í. Sá völlur var nálægt því svæði þar sem braut 4 er á Hömrum í dag. Í framhaldi af því var settur upp völlur á Úlfljótsvatni með körfum úr síldartunnum og sumarið 2002 kom 9 brauta völlur í Gufunesi með körfum sem smíðaðar voru hér heima.

karfaFrisbígolf hefur náð ótrúlega miklum vinsældum um allan heim síðustu ár og þó að íþróttin hafi byrjað í Bandaríkjunum þá eru nú tugir milljónir spilara í yfir 53 löndum og meira en 5.500 vellir sem hægt er að spila á. Hér á landi eru vellirnir orðnir 30 og fer fjölgandi. Þess má geta að töluverður fjöldi atvinnumanna keppir í frisbígolfi en mót eru haldin um allan heim með nokkuð góðum verðlaunum. Búið er að viðurkenna íþróttina fyrir Ólympíuleikana en ekki er vitað hvenær hún verður formleg keppnisgrein þar, það gæti tekið nokkur ár.

Árið 2005 var stofnað formlega Íslenska frisbígolfsambandið – ÍFS sem hefur það m.a. sem markmið að kynna sportið hér heima, fjölga völlum og spilurum. Á þessu ári eru haldnar yfir 60 keppnir sem eru öllum opnar, Íslandsmót er haldið fyrstu helgi í september.

Auðvelt að kaupa diska

discarriertopNú eru fjórir aðilar sem flytja inn og selja folfdiska á Íslandi. Þessir aðilar eru:

  • Frisbígolfbúðin, Tjarnarbraut 21, sími 847 1165 – www.frisbigolf.is
  • Fuzz frisbígolf. Sími 666 6660 – www.fuzz.is
  • Musteri agans. Hverfisgötu 43, sími 666 6613 – www.musteriagans.is
  • Discraft frísbígolfbúðin. Hlíðarsmára 1, Kóp., sími 546 0150. www.discraft.is

Það hefur því aldrei verið auðveldara að kaupa frisbígolfdiska og annan búnað í þessu frábæra sporti. Ert þú búinn að finna þinn uppáhaldsdisk?

Geggjaðar vinsældir

IMG_5998Aldrei hafa jafn margir spilað frisbígolf á Íslandi en þetta sumar. Greinilegt er að vinsældirnar aukast dag frá degi og nú er svo komið að vinsælustu vellirnir eru troðfullir af áhugasömum kösturum og sérstaklega gaman að sjá hvað stemningin er afslöppuð hjá spilurum þó biðin sé töluverð. Fjölgun valla og auðvelt aðgengi er greinilega að virka vel enda 30 vellir komnir um allt land. Mörg sveitarfélög eru með í undirbúningi að setja upp velli næsta sumar enda íbúar farnir að óska eftir velli í sinni heimabyggð.
Einnig er greinilegt að fólk á öllum aldri er farið að spila og gaman að sjá að stelpurnar eru farnar að uppgvöta þessa frábæru íþrótt.

Þrír nýjir vellir

Frisbígolfvellir á Íslandi 2016Á síðustu dögum hafa þrír nýjir frisbígolfvellir verið teknir í notkun hér á landi og er nú heildarfjöldi valla kominn í 30. Þessir nýju vellir eru á Neskaupsstað, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ en beðið hefur verið eftir þessum völlum með mikilli eftirvæntingu. Það er skemmtilegt að sjá hversu margir eru áhugasamir um folfið og við sjáum daglega nýja spilara sem eru að prófa. Allt sem þarf er bara einn frisbígolfdiskur og þá er hægt að byrja. Auðvitað er alltaf skemmtilegra að byrja með “sett” af diskum þ.e. pútter, midrange og dræver en þessi sett kosta frá 5.000 krónum þannig að byrjunarkostnaður er mjög lítill.

Við finnum líka fyrir auknum áhuga sveitarfélaga á að setja upp frisbígolfvöll í þeirra heimabæ en við fáum mikið af fyrirspurnum til okkar. Auðvitað er þetta frábær og ódýr viðbót við þá afþreyingu sem í boði er fyrir íbúana og stuðlar að aukinni lýðheilsu þeirra. Það er því líklegt að völlum eigi eftir að fjölga enn meira á komandi mánuðum og árum.

Folfsumarið 2016 byrjað

blaerEftir langan og snjóþungan vetur eru vellirnir óðum að taka við sér og folfarar streyma út til þess að spila. Þó sífellt fleiri spili allt árið þá er alltaf stærsti hópurinn sem spilar yfir sumarmánuðina enda skemmtilegasti tíminn fyrir frisbígolf. Gaman er að sjá þennan mikla fjölda sem hefur uppgvötað folfið og margir þeirra gríðarlega efnilegir. Við hvetjum sem flesta til að prófa að taka þátt í einhverjum af þeim 60 mótum sem við höldum á þessu ári. Hér er hægt að sjá mótaskrána.

Nú í sumar verður hægt að velja á milli 30 valla sem eru mjög fjölbreyttir og því auðvelt að finna völl við hæfi. Alltaf bætast ný sveitarfélög í hóp þeirra sem bjóða þessa frábæru íþrótt fyrir sína íbúa og hvetjum við áhugasama til þess að hafa samband við bæjarstjórn og senda þeim í framhaldi beiðni um völl með tillögu um staðsetningu. Hafið endilega samband á folf@folf.is ef þið viljið aðstoð frá okkur.

Gleðilegt frisbígolfsumar.

Adidas stígur inn í folfið

Adidas-e1460137596965-1024x581Til marks um uppganginn í frisbígolfinu á heimsvísu þá var það tilkynnt nú í vetur að risinn Adidas væri að koma með á markaðinn sérstaka frisbígolfskó en það er í fyrsta sinn sem þeir framleiða vöru sérstaklega fyrir sportið. Þetta gera þeir í samstarfi við heimsmeistarann sjálfann, Paul McBeth, en hann hefur komið að þróun skóna og mun keppa í þeim á öllum mótum á þessu ári. Efri hluti skósins er úr Terrex Swift R Gore-Tex sem tryggir góða öndun og vatnsheldni. Þess má geta að fyrsta sólarhringinn seldust 850 pör og greinilegt að folfarar eru mjög spenntir. Skildi vera langt í að við sjáum einhvern í þessum skóm á völlunum hér heima?

Góður aðalfundur ÍFS

fjolgun

Aðalfundur Íslenska frisbígolfssambandsins var haldinn fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 20 í hlöðunni í Gufunesbæ. Fram kom á fundinum að síðasta ár hafi verið það besta frá upphafi en þeir sem stunda frisbígolf hafa aldrei verið fleiri. Einnig fer völlunum fjölgandi en nú í vor verða komnir 30 vellir á landinu. Í starfsskýrslu stjórnar kom fram að síðasta ár hafi verið mjög annasamt en rúmlega 50 mót voru haldin víðsvegar um landið. Síðasta sumar bar einna hæst heimsókn Jenni Eskelinen evrópumeistara sem hélt tvö kvennanámskeið í folfi og var frábær þátttaka á þeim báðum en nálægt 50 konur tóku þátt.

Kosin var fimm manna stjórn á fundinum en í henni sitja Birgir Ómarsson, formaður, Kristinn Arnar Svavarsson, Jón Símon Gíslason, Berglind Ásgeirsdóttir og Árni Sigurjónsson.

Vorið nálgast

IMG_4359-1-2

Eftir óvenjusnjóþungan vetur fer nú loksins að glitta í sumarið. Margir hafa verið duglegir að spila í vetur enda auðvelt að spila frisbígolf í snjó og kulda. Sumstaðar hefur snjóþunginn verið svo mikill að körfurnar hafa farið á kaf í skafla en sem betur fer er það undantekning.

Margir spilarar æfa púttin innanhúss á veturnar en það er auðvitað frábær leið til að halda sér við og jafnvel bæta pútttæknina. Til eru margar gerðir af ferðakörfum sem auðvelt er að setja upp hvar sem er. Gott er að hafa í huga að stuttu púttin eru í raun þau mikilvægustu því þau eiga auðvitað alltaf að heppnast. Það er því mjög gott að leggja áherslu á pútt sem eru innan við 7 metrar og reyna að ná góðum tökum á þeim.