Borgarstjóri opnar nýja velli

_MG_9802

Í dag 21. ágúst 2014 tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri formlega í notkun nýju frisbígolfvellina í Reykjavík með því að kasta fyrstu brautirnar. Dagur sýndir lipur tilþrif enda gamall handboltamaður og fór braut 3 á pari. Honum fannst greinilega gaman að diskakasti og ætlaði að mæta með börnin sín þarna fljótlega. ÍFS gaf honum disk með áritaðri dagsetningu sem hann kemur vonandi til með að prófa.

Nýju vellirnir í Reykjavík eru í Laugardal, Fossvogsdal og Breiðholti en tillögur um vellina komu til borgarinnar í gegnum átakið “Betri hverfi”.