Eftir gott sumar þá hefur veðrið ekki verið sérlega hagstætt til frisbíkasta undanfarnar vikur. Mikil rigning gerir vellina gegnsósa og teigarnir eyðileggjast hratt. Við hvetjum alla sem eru að spila að hlífa aðalteigunum og skjóta frá stöðum sem þola notkunina betur. Við getum svo byrjað að nota gömlu teigana aftur í vor. Gott ráð er að fara 2 metra fram- eða afturfyrir teiginn. Þó sumarið sé sannarlega besti tíminn fyrir folfið þá er mjög skemmtilegt að spila á veturnar, ekki skemmir að vera vel klæddur og skilja hvítu diskana eftir heima.