Fimmtudaginn 16. ágúst var haldið reglulegt mánaðarmót á Gufunesvellinum. Heitasti dagur sumarsins skemmdi ekki fyrir og völlurinn er í sínu besta standi. Mánaðarmeistari ágústmánaðar er Haukur Árnason.
Fimmtudaginn 16. ágúst var haldið reglulegt mánaðarmót á Gufunesvellinum. Heitasti dagur sumarsins skemmdi ekki fyrir og völlurinn er í sínu besta standi. Mánaðarmeistari ágústmánaðar er Haukur Árnason.
Fimmtudaginn 19. júní var haldið skemmtilegt “mánaðarmót” sem er haldið þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Völlurinn var mjög flottur og gott veður skemmdi ekki fyrir. Mánaðarmeistari karla varð Sigurjón Magnússon sem spilaði hringinn á 47 skotum. Mánaðarmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir.
Þó að frisbídiskar virki einfaldir að gerð eru mjög strangar reglur um hönnun þeirra. Þannig þurfa þeir að vera innan ákveðinna stærðar- og þyngdarmarka eins og sést á meðfylgjandi teikningu. Framleiðendur diskanna hafa síðan náð að hanna ólíka eiginleika í flugi þeirra sem gerir fjölbreyttni þeirra mikið.
Skemmtilegt miðnæturmót var haldið 21. júní sl. og var þátttaka mjög góð enda aðstæður allar þær bestu. Keppt var í fjórum flokkum en mesta þátttaka var í opnum flokki.
Á myndinni eru verðlaunahafar í kvennaflokki og varð Guðbjörg Ragnarsdóttir júnímeistari kvenna. Þorvaldur Þórarinsson er júnímeistari karla en hann vann opna flokkinn.
Nánari úrlit eru hér.