Til marks um uppganginn í frisbígolfinu á heimsvísu þá var það tilkynnt nú í vetur að risinn Adidas væri að koma með á markaðinn sérstaka frisbígolfskó en það er í fyrsta sinn sem þeir framleiða vöru sérstaklega fyrir sportið. Þetta gera þeir í samstarfi við heimsmeistarann sjálfann, Paul McBeth, en hann hefur komið að þróun skóna og mun keppa í þeim á öllum mótum á þessu ári. Efri hluti skósins er úr Terrex Swift R Gore-Tex sem tryggir góða öndun og vatnsheldni. Þess má geta að fyrsta sólarhringinn seldust 850 pör og greinilegt að folfarar eru mjög spenntir. Skildi vera langt í að við sjáum einhvern í þessum skóm á völlunum hér heima?