Nú er völlurinn i Mosfellsbæ tilbúinn og öllum opinn til notkunar. Völlurinn er í svokölluðum Ævintýragarði sem er svæði sem búið er að hanna sem framtíðar útivistar- og skemmtisvæði. Auðvelt er að komast á hann með því að leggja bílnum við gömlu sundlaugina/íþróttahúsið og fylgja göngustíg á völlinn. Tveir teigar eru á vellinum, rauðir sem eru auðveldari og tilvaldir fyrir byrjendur og hvítir sem eru erfiðari og hentugir fyrir vanari spilara. Hægt er að sækja vallarkort hér á síðunni undir flokknum “vellir”.