Ótrúlegar vinsældir

_MG_4188

Óhætt er að segja að sá hópur sem hefur staðið að uppbyggingu og kynningu á frisbígolfi hér á landi undanfarin ár sé brosandi út að eyrum þessa dagana enda aldrei fleiri spilað Folf en nú í sumar þrátt fyrir leiðindaveður og rigningar.

Völlurinn á Klambratúni á auðvitað stærstan þátt í þessum vinsældum en þetta er þriðja sumarið sem hann er opinn. Nú er spilað á þeim velli flesta daga ársins og á bestu dögunum er biðröð á fyrsta teig. Á landinu eru núna 7 vellir auk margra staða þar sem búið er að setja upp stakar körfur. Mörg sveitarfélög eru áhugasöm um að setja upp velli og því líklegt að frisbígolfvöllum fjölgi töluvert á næstu árum.

Viðræður standa núna yfir við stóru sveitarfélögin hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu og er stórn ÍFS vongóð um að einhverjir nýjir vellir verði settir upp næsta vor.  Það er allavega sú áhersla sem við leggjum næstu mánuði en við teljum að nýjir vellir fjölgi spilurum mest auk þess að bjóða upp á meiri fjölbreytni, velli nær búsetu fyrir utan að minnka álagið á Klambratúnsvellinum.

Mikilvægt er að folfarar fylgist vel með þegar bæjarfélögin eru að óska eftir hugmyndum og sendi inn tillögur um folfvelli eða styðji tillögur sem fyrir eru.