Aðalfundur Íslenska frisbígolfsambandsins, ÍFS, verður haldinn þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 20 í Gufunesbæ.
Dagskrá fundarins verður: (skv. 5 grein laga ÍFS)
1. Skýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar lesnir og bornir upp til staðfestingar.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og nefnda.
4. Kosið í stjórn og aðrar trúnaðarstöður.
5. Önnur mál.
Kynnt verður mótaskrá fyrir sumarið 2013.
Rétt til setu á aðalfundi með tillögu- og atkvæðisrétt eiga allir fullgildir félagar, 16 ára og eldri. Samkvæmt lögum skal boða aðalfund með minnst 10 daga fyrirvara. (4 grein). Árgjaldið 2013 verður það sama og í fyrra þ.e. 2.000 kr. og veitir helmingsafslátt á mótum ÍFS, atkvæðisrétt á aðalfundi auk reglulegra folf-frétta.
Reikningsupplýsingar ÍFS eru: Banki: 513-14-503326, Kennitala: 450705-0630
Vonum að sjá sem flesta.