Á hverju ári fjölgar frisbígolfvöllum hér á landi og er fjölbreyttni vallanna því orðið mikið en allir ættu að geta fundið sinn uppáhaldsvöll. Vellirnir eru miserfiðir og á mörgum þeirra eru fleiri en einn teigur, allt eftir getu hvers og eins.
Ef þú vilt fá völl í þinni heimabyggð hafðu þá endilega samband við okkur til aðstoðar og ráðgjafar hvernig best sé að snúa sér í því. Einnig getum við aðstoðað við hönnun á völlum. Netfangið er: folf@folf.is
Uppbygging frisbígolfsins hófst í kringum 2000 þegar sportið var kynnt formlega en fyrsta frisbígolfkeppnin var haldin að Hömrum á Akureyri 2002 en þá voru staurar notaðir til að kasta í, rafmagnsstaurar og girðingastaurar. Fyrsti alvöru völlurinn var síðan settur upp á Úlfljótsvatni nokkrum mánuðum síðar með heimagerðum körfum úr síldarplasttunnum. Hófst þá vinna við að setja upp alvöru völl og var vélsmiðja sett í það verkefni að smíða 9 járnkörfur sem voru settar upp í Gufunesi 2003. Sá völlur var stækkaður í 18 brautir 2004. Nú eru rúmlega 90 alvöru folfvellir með sérhannaðar körfur hér á landi og eru þessir vellir öllum opnir, allt árið. Auk þess eru minni vellir víðar.
Þessir vellir eru eftir landshlutum:
Höfuðborgarsvæðið
Garðabær – Vífilsstaðatún
Fyrsti völlurinn í Garðabær var settur upp sumarið 2018 en hann er staddur á túninu fyrir framan Vífilstaði en þar er frábært svæði fyrir frisbígolf. Völlurinn er með 10 brautir og býður upp á mikla fjölbreyttni enda strax orðinn mjög vinsæll hjá spilurum.
Hafnarfjörður – Víðistaðatún
Sumarið 2014 var settur upp 6 brauta völlur á þessum skemmtilega stað í Hafnarfirði. Haustið 2020 var völlurinn stækkaður í 9 brautir og unnið er í því að setja heilsársteiga á allar brautir.
Kópavogur – Dalvegur
Vorið 2017 var settur upp fyrsti völlurinn í Kópavogi en hann er í Kópavogsdalnum sem liggur við hlið Dalvegs. Þetta er skemmtilegur 10 brauta völlur með tveimur teigum á hverri braut en völlurinn er strax orðinn einn af vinsælli völlum landsins.
Kópavogur – Guðmundarlundur
Í byrjun júlí 2018 var settur upp 10 brauta frisbígolfvöllur í Guðmundarlundi í Kópavogi (rétt við Kórinn og hesthúsahverfið). Völlurinn er í sértaklega fallegu skóglendi og brautirnar mjög fjölbreyttar en völlurinn er sérstaklega hannaður með byrjendur, fjölskyldur og meðalspilara í huga. Völlurinn bíður líka upp á tæknilega erfiðar brautir fyrir lengra komna og ætti því að henta flestum.
Mosfellsbær – Ævintýragarðurinn
Vorið 2014 var opnaður völlur á þessum skemmtilega stað þar sem fyrirhugað er að byggja upp sannkallað ævintýrasvæði. Völlurinn býður upp á mishæðir, gróður og skemmtilega fjölbreyttni. Sumarið 2024 var vellinum breytt vegna aukinna möguleika í gróðri og umhverfi og um leið voru smíðaðir heilsársteigar.
Reykjavík – Fella- og Hólahverfi – Breiðholt
Þessi völlur er efst í Elliðaárdalnum en þrír teigar á hverri braut. Völlurinn er í náttúrulegu umhverfi og því er mikilvægt að fylgjast vel með diskunum til þess að týna þeim ekki sérstaklega nálægt lúpínunni. Á fyrstu og níundu braut er kastað nálægt vatni sem getur verið erfitt. Við ráðleggjum öllum byrjendum á að spila af rauðu teigunum.
Reykjavík – Fossvogsdalur
Sumarið 2014 var opnaður frábær völlur á þessum skemmtilega stað. Brautirnar liggja beggja vegna bæjarmarka Reykjavíkur og Kópavogs og er vallarstæðir einkar fallegt með tjörnum, háum trjám og fallegum grasflötum. Fyrsta braut er vestast í dalnum (Landsspítalamegin).
Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Reykjavík – Grafarholt
Í Leirdal í Grafarholti (við Þorláksgeisla 51) er flottur 18 brauta völlur sem liggur upp í skóginum fyrir ofan. Völlurinn er fjölbreyttur og krefjandi en á 9 brautum eru fleiri en einn teigur. Í Leirdalnum er einnig flott æfingasvæði og skemmtilegur 12 brauta púttvöllur.
Reykjavík – púttvöllur – 12 brauta Græningi
Við völlinn í Grafarholti er einnig frábær 12 brauta púttvöllur en fyrsta braut er í skóginum rétt fyrir aftan körfuna á steininum á átjándu.
Reykjavík – Gufunes í Grafarvogi
Í Gufunesi er eini 18 brauta völlurinn og er hann mjög skemmtilegur, fjölbreyttur og krefjandi þar sem finna má nokkrar af lengstu brautum landsins. Á hverri braut eru þrjár gerðir af teigum; léttir, miðlungs og erfiðir. Stórt kort er við bílastæðið sem lýsir vel vellinum. Teigarnir á fyrstu holu eru rétt við bílastæðið. Völlurinn var tekinn í notkun sumarið 2003 með 9 brautir og stækkaður í 18 brautir 2004.
Reykjavík – Kjalarnes
Sumarið 2022 var settur upp 9 brauta völlur á Kjalarnesi. Fyrsta braut er við sundlaugina og liggur völlurinn niður með leikskólanum, upp að vegi og aftur niður meðfram fótboltavellinum.
Reykjavík – Klambratún
Einn vinsælasti frisbígolfvöllur landsins er á Klambratúni í hjarta Reykjavíkur en völlurinn var hannaður og settur upp sumarið 2011. Haustið 2023 var vellinum breytt til að koma bæði á móts við aðra starfsemi í garðinum en eins og búa til skemmtilegri völl með fleiri brautum. Völlurinn er nú með 14 brautir og verður án efa áfram einn mest notaði völlur landsins.
Reykjavík – Laugardalur
Skemmtilegur völlur á besta stað í Reykjavík. Tveir teigar eru á hverri braut, rauður og hvítur og eru hvítu teigarnir hellulagðir til þess að ná sem bestu upphafsskoti. Best er að leggja bílnum við KFUM heimilið Holtavegi því þar er fyrsta braut. Völlurinn liggur í átt að TBR húsinu. Hér er kort af vellinum.
Reykjavík – Seljadalur – Seljahverfi
Sumarið 2015 var tekinn í notkun völlurinn í Seljadal í Breiðholti en hann er stuttur 9 brauta og liggur upp og niður dalinn. Fyrsti teigur er við Seljakirkju (Barnaheimilið). Völlurinn er mjög hentugur þeim sem eru að byrja í sportinu og uppáhaldsvöllur margra.
Seltjarnarnes – Valhúsahæð
Þarna er skemmtilegur 9 brauta völlur og er fyrsta karfan við kirkjuna.
Vesturland
Akranes – Garðalundur
Í fallegu umhverfi í Garðalundi er flottur 9 brauta völlur en þar eru fjölbreyttar brautir með miklum gróðri, vötnum og ólíkum hindrunum. Tveir teigar eru á öllum brautum, annar léttur fyrir börn og byrjendur en hinn fyrir vanari spilara. Sumarið 2018 var klárað að endurnýja elstu körfurnar á vellinum.
Bifröst
Við Háskólann á Bifröst er lítill 6 brauta völlur í skemmtilegu umhverfi. Á vellinum eru fyrstu körfurnar sem smíðaðar voru hér á landi og settar fyrst upp í Gufunesi.
Borgarnes
Haustið 2022 var settur upp 5 brauta völlur í og við Skallagrímsgarð við sundlaugina og íþróttasvæðið.
Búðardalur
Vorið 2017 var settur upp 9 brauta völlur á Búðardal á skemmtilegum stað í bænum. Upplagt að taka hring ef fólk er á leiðinni um svæðið. Fyrsta braut byrjar við tjaldsvæðið.
Grundafjörður
Haustið 2020 var settur upp 9 brauta völlur á Grundarfirði. Fyrsta brautin byrjar við ærslabelginn. Merkingar og vallarkort verða sett upp á næstu vikum.
Hellissandur
Haustið 2017 var settur upp skemmtilegur 9 brauta völlur á Hvanneyri. Völlurinn er með einum teig á hverri braut og er fjölbreyttur og krefjandi. Fyrsti teigur er við kirkjuna. Nýlega var vellinum breytt og meðfylgjandi er nýtt vallarkort.
Hvanneyri
Haustið 2017 var settur upp skemmtilegur 9 brauta völlur á Hvanneyri. Völlurinn er með einum teig á hverri braut og er fjölbreyttur og krefjandi. Fyrsti teigur er við kirkjuna. Nýlega var vellinum breytt og meðfylgjandi er nýtt vallarkort.
Ólafsvík
Á Ólafsvík er kominn flottur 9 brauta völlur sem settur var upp sumarið 2021. Við hvetjum alla til að spila þennan skemmtilega völl.
Stykkishólmur
Sumarið 2021 var settur upp skemmtilegur völlur við tjaldsvæðið í Stykkishólmi.
Vestfirðir
Bolungarvík
Haustið 2015 var opnaður 9 körfu völlur í Bernódusarlundi og er völlurinn með 2 teiga á hverri braut. Í lundinum er skemmtilegt umhverfi með fjölbreyttum gróðri og trjám. Hæðamunur gerir völlinn krefjandi en kastað er bæði upp og niður halla sem þarna er. Á sumrin getur verið töluverð lúpína en þá er gott að taka vel eftir ef diskurinn lendir í henni.
Drangsnes
Sumarið 2017 var settur upp 5 brauta völlur Drangsnesi. Völlurinn er staðsettur við tjaldsvæðið og er fyrsti folfvöllur á þessu hluta landsins.
Hér er hægt að nálgast kort af vellinum.
Sækja vallarkort
Flateyri
Sumarið 2013 var settur upp völlur úr heimasmíðuðum körfum en endurnýjaður með nýjum körfum sumarið 2022.
Hólmavík
Í júlí 2024 var settur upp 9 brauta völlur á Hólmavík.
Reykhólar
Sumarið 2017 var settur upp stuttur en krefjandi 9 brauta völlur á þessum flotta stað í Reykhólahreppi. Tveir teigar eru á hverri braut.
Súðavík
Sumarið 2022 var settur upp flottur 9 brauta völlur í Raggagarði á Súðavík. Skemmtilegar og fjölbreyttar brautir eru á vellinum.
Norðurland
Akureyri – Eiðsvöllur – púttvöllur
Á Eiðsvelli er skemmtilegur púttvöllur með stuttum brautum en nóg er að taka með sér pútterinn þegar þessi völlur er spilaður.
Akureyri – Hamarkotstún
Sumarið 2014 var settur upp 9 brauta völlur á Hamarkotstúni við Þórunnarstræti (gengt sundlauginni). Flestar eru brautirnar frekar stuttar en krefjandi en tveir teigar eru á hverri braut. Völlurinn er mjög skemmtilegur og umhverfið fallegt. Völlurinn er með vinsælli folfvöllum á landinu enda ófáir ásar sem þarna koma. Gott er spila með pútterum eða midrange diskum á vellinum.
Akureyri – Hamrar
Þessi skemmtilegi og fjölbreytti 18 brauta völlur liggur fyrir ofan tjaldsvæðið að Hömrum og nær inn í Kjarnaskóg en fyrsta brautin er reyndar inn á tjaldsvæðinu og þá er kastað yfir eina af tjörnunum sem þar eru. Völlurinn reynir töluvert á hæfni spilara en hægt er að velja um hvíta og rauða teiga. Sumarið 2018 var völlurinn stækkaður í 18 brautir og er eini völlurinn í þeirri stærð fyrir utan Gufunesið í Reykjavík. Skorkort og kort fást í þjónustumiðstöðinni auk þess sem þar eru seldir diskar.
Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Hamrar skilti 2023
Akureyri – Háskólasvæði
Haustið 2019 var settur upp nýr völlur á frábæru svæði við Háskólann á Akureyri. Völlurinn er með 18 brautum og aðeins sá þriðji í þeirri stærð á landinu en hann er einnig sá fyrsti sem ekki er hannaður sem keppnisvöllur í þessari stærð.
Þannig eru flestar brautir stuttar og þægilegar en lengsta brautin er 116 metrar og einungis eru 4 brautir yfir 100 metra á lengd. Það er von okkar að völlurinn fái góðar viðtökur.
Akureyri – Verkmenntaskólinn
Sumarið 2022 var settur upp 9 brauta völlur á lóð Verkmenntaskólans. Brautirnar eru flestar stuttar en krefjandi og hvetjum við alla til þess að spila þennan skemmtilega völl.
Árskógsströnd
9 brauta völlur var settur upp á Árskógsströnd sumarið 2017 með þremur körfum en spilaðar eru þrjár brautir á hverja braut.
Blönduós
9 brauta völlur er nú kominn í garðinn fyrir neðan Húnabraut, beint fyrir neðan Sundlaugina, en völlurinn liggur í skemmtilegu umhverfi gróðurs og landlags.
Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Grímsey
Haustið 2020 var settur upp 9 brauta völlur í Grímsey en völlurinn er sá nyrsti á landinu enda við heimskautsbaug. Það var Kiwanisklúbburinn Grímur sem stóð að þessu framtaki með styrk úr sjóðnum Brothættum byggðum. Við hvetjum auðvitað alla til að skella sér norður og prófa.
Hofsós
Sumarið 2020 var settur upp 9 brauta völlur á Hofsósi.
Hrafnagil Eyjafirði
Vorið 2017 var settur upp skemmtilegur 9 brauta völlur við íþróttasvæðið á Hrafnagili. Völlurinn er bæði með stuttum og löngum brautum og er krefjandi fyrir alla spilara.
Hrísey
Sumarið 2014 var settur upp flottur 9 körfu völlur í Hrísey á frábærum stað í skógræktinni með upphafsteig við gamla skólann. Tveir teigar eru á hverri braut sem gerir völlinn hentugan fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Húsavík
Á Húsavík er flottur 5 brauta völlur en er hann staðsettur rétt austan við bæinn.
Hvammstangi
Sumarið 2023 var settur upp skemmtilegur 9 körfu völlur í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Völlurinn er staðsettur á mjög fallegu svæði og þeir sem hafa prófað eru í skýjunum með hvernig til hefur tekist. Til viðbótar við körfurnar í Kirkjuhvammi verða settar upp tvær körfur á Bangsatúni.
Mývatn
Nú er kominn skemmtilegur 9 brauta völlur á Mývatni (í þorpinu).
Ólafsfjörður
Völlurinn var settur upp í júní 2023 er staðsettur við tjaldsvæðið og liggur upp að skíðastökkpalli og aftur niður að sundlauginni.
Sauðárkrókur
Á Sauðárkróki er 9 brauta völlur sem staðsettur er nálægt íþróttasvæðinu. Völlurinn var settur upp fyrir Landsmót UMFÍ 2018.
Skagaströnd
Búið er að setja upp 9 brauta völl, Hólabergsvöll á Skagaströnd.
Svalbarðseyri
Á Svalbarðseyri er 9 brauta völlur sem settur var upp sumarið 2018.
Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Norðausturland
Bakkafjörður
Sumarið 2022 var settur upp 9 brauta frisbígolfvöllur við hlið skólans og tjaldsvæðisins. Tveir teigar eru á hverri braut.
Raufarhöfn
Sumarið 2021 var settur upp 9 brauta folfvöllur í hjarta bæjarins. Völlurinn er fyrir aftan Landsbankann og fyrsti teigur er þar.
Þórshöfn
Á Þórshöfn er flottur 9 brauta völlur í litla garðinum í miðbænum. Stuttar og skemmtilegar brautir í fallegur umhverfi. Tvær brautana liggja við heilsugæsluna.
Austurland
Borgarfjörður Eystri
9 brauta völlur var settur upp fyrir ofan tjaldsvæðið sumarið 2019.
Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Breiðdalsvík
Sumarið 2020 var settur upp 6 körfu völlur í miðju þorpsins og er fyrsta braut við leikskólann og tjaldsvæðið. Völlurinn er hannaður með 9 brautum.
Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Djúpavogur
Fallegur 9 brauta völlur var settur upp á Djúpavogi sumarið 2022.
Eiðar
Við Eiðar var settur upp 9 brauta völlur sumarið 2018
Egilsstaðir – Tjarnargarðurinn
Í Tjarnargarðinum er 6 brauta völlur sem opnaður var sumarið 2015 og endurbættur 2022.
Fáskrúðsfjörður
Vorið 2018 var settur upp skemmtilegur 9 brauta völlur á Fáskrúðsfirði.
Hallormstaðaskógur
2020 var settur upp 9 brauta skemmtilegur en krefjandi völlur á þessum frábæra stað í Guttormslundi. Á vellinum eru tveir teigar á hverri braut og gott undirlag er á lengri teigunum.
Möðrudalur á Fjöllum
Sumarið 2010 var settur upp skemmtilegur völlur með 3 körfum á þennan afskekkta og óvanalega stað.
Neskaupsstaður
Sumarið 2016 var settur 9 brauta völlur á skemmtilegt svæði við snjóflóðavarnargarðana.
Seyðisfjörður
Nýr 9 brauta völlur var settur upp sumarið 2019
Vopnafjörður
Skemmtilegur 9 brauta völlur var settur upp haustið 2020 við hliðina á íþróttasvæðinu.
Suðurland
Apavatn – á tjaldsvæði Rafiðnaðarsambands Íslands
6 brauta völlur sem settur var upp sumarið 2014.
Eyrarbakki
Við tjaldsvæðið á Eyrarbakka er skemmtilegur völlur sem að hluta til liggur við fjöruna. Það gerir völlinn að eina strandvelli landsins. Völlurinn var stækkaður í 9 brautir sumarið 2022.
Árnes – Stóra Hof (Skeiða- og Gnúpverjahreppi)
Sumarið 2018 var settur upp skemmtilegur 9 brauta völlur hjá tjaldsvæði Byggiðnar á Stóra-hofi.
Borg í Grímsnesi
Sumarið 2024 var þessi fíni 9 brauta völlur settur upp á Borg og eru heilsársteigar á öllum brautum.
Flóaskóli
Við Flóaskóla í Villingarholtshreppi er 5 brauta folfvöllur.
Flúðir
Sumarið 2014 var settur upp 9 brauta völlur á skemmtilegu svæði á Flúðum í Hrunamannahreppi. Völlurinn byrjar við bílastæðið við félagsheimilið og liggur í hring með ánni sem þar liggur. Völlurinn var uppfærður árið 2021.
Hella
Sumarið 2017 var settur upp flottur 9 brauta völlur á Hellu. Hann stendur á bökkum Ytri-Rangár nyrst í þorpinu. Völlurinn er í fallegur og gróðursælu umhverfi.
Hofsós
Sumarið 2022 var settu upp 9 brauta völlur á Hofsósi.
Hveragerði
Sumarið 2020 var settur upp nýr 9 brauta völlur í skógræktarsvæðið undir Hamrinum í Hveragerði. Fyrsti teigur er við grillhúsið sem þar er. Til að finna völlinn er best að keyra götuna Dynskóga til enda, leggja bílnum við íþróttavöll sem þar er og ganga að grillhúsinu í skógræktinni.
Hvolsvöllur
Sumarið 2017 var settur upp flottur 9 brauta völlur á Hvolsvelli við íþróttasvæðið. Völlurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur.
Höfn í Hornafirði
Sumarið 2017 var settur upp 9 brauta völlur við tjaldsvæðið á Höfn. Völlurinn liggur í suður af tjaldsvæðinu og nýtir bæði skóglendi og hæðamismun vel.
Sækja kort af velli. Hofn-skilti
Kirkjubæjarklaustur
Sumarið 2022 var settur upp 9 brauta völlur og honum breytt sumarið 2024.
Laugaland Holtum
Árið 2021 var settur upp 9 brauta völlur á Laugalandi.
Sækja kort af vellinum. Laugaland
Ljósafossvöllur við Sogið
Sumarið 2024 var settur upp glæsilegur 18 brauta völlur á svæði Landsvirkjunar við Sogið í Grímsnesi. Völlurinn er á svæði þar sem áður var golfvöllur og er allur hinn vandaðasti með tveimur teigum á hverri braut. Á svæðinu er líka 9 brauta púttvöllur, Ljósálfur.
40-50 mínútna akstur er þangað frá Reykjavík og um 5 mínútna keyrsla frá vellinum á Úlfljótsvatni. Yfir sumartímann getur verið mýfluga og þá kemur sér vel að hafa með sér flugnanet.
Sækja kort af vellinum. Vallarkort
Miðhúsaskógur (við Laugarvatn)
Á svæði VR í Miðhúsaskógi við Laugarvatn er skemmtilegur 5 brauta völlur. Fjölbreytt kjarrlendi er á þessu svæði sem gerir völlinn krefjandi og áhugaverðan.
Sækja kort af vellinum. Kort af velli.
Selfoss
Sumarið 2020 var völlurinn á tjaldsvæðinu á Selfossi stækkaður í 18 brautir og liggur völlurinn umhverfis tjaldsvæðið og nýtir vel þann gróður sem þarna er. Einnig er komið æfingasvæði við hlið braut 1 en þar er kastsvæði (driving range) og púttkarfa.
Sækja kort af 18 brauta vellinum.
Stokkseyri
9 brauta völlur sem settur var upp sumarið 2017. Völlurinn er staðsettur á fjölbreyttu svæði við tjaldsvæðið.
Úlfljótsvatn
Við Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni er skemmtilegur völlur sem er mjög “skátalegur” þ.e. hann liggur um fjölbreytt landslag. Þetta er fyrsti völlur sem var settur upp hér á landi sumarið 2002 og tuttugu árum seinna, vorið 2022 var hann stækkaður í 18 brautir.
Vestmannaeyjar
Sumarið 2016 var tekinn í notkun 6 brauta völlur í Vestmannaeyjum en hann er rétt við íþróttahúsið og sundlaugina.
Vík í Mýrdal
6 brauta völlur var settur upp vorið 2019 við Syngjandann á Vík. Þegar komið er inn í Vík að vestan þá er völlurinn strax á vinstri hönd (nálagt farfuglaheimili)
Þorlákshöfn
Sunnan við íþróttavöllinn er 9 brauta völlur með útsýni til sjávar. Heilsársteigar eru á öllum brautum.
Suðurnes
Ásbrú Reykjanesbæ
Haustið 2020 var settur upp 9 brauta völlur að Ásbrú en þar er völlurinn staðsettur við íbúðabyggðina og nýtist því vel bæði íbúum og gestum.
Grindavík – Selskógur
2020 voru körfurnar í Grindavík færðar á nýtt svæði í Selskógum sem er skógræktarsvæðið við fjallið Þorbjörn. Þar er nú kominn flottur 9 brauta völlur í skemmtilegu umhverfi. Til að keyra þangað er beygt til hægri á lítinn slóða (Reykjaveg) sem liggur við hlið aðalvegarins til Grindavíkur og keyrt aðeins til baka.
Reykjanesbær – Rómantíska svæðið
Sumarið 2016 var settur upp 8 brauta völlur á þessu skemmtilega svæði við Aðalgötu (á móts við Vatnsholt). Völlurinn er með stuttum brautum og liggur fram og til baka í fjölbreyttu landslagi.
Reykjanesbær – Njarðvíkurskógur
Sumarið 2020 var settur upp flottur 18 brauta völlur á nýju svæði í Njarðvíkurskógi. Heilsársteigar eru á öllum brautum og því aðgengilegur til spilunar allt árið. Völlurinn er fimmti 18 brauta völlurinn á landinu.
Sandgerði
Settur var upp 9 brauta völlur sumarið 2022 við sandnámurnar í Sandgerði. Skemmtilegt umhverfi með óvenjulegum körfustæðum. Spilurum er bent á að fara varlega um svæðið.
Vogar Vatnsleysuströnd
Sumarið 2018 var settur upp völlur á fallegum stað á Vatnsleysuströnd.
Auk þessara valla eru víða körfur um landið.
Folfvellir í stafrófsröð
Akureyri – Eiðsvöllur – púttvöllur – Hér er kort af vellinum.
Akureyri – Hamarkotstún – Hamarkotstun vallarkort3
Akureyri – Hamrar – Hamrar skilti
Akureyri – Háskólasvæði – Hér er kort af vellinum.
Akureyri – Verkmenntaskólinn – Hér er kort af vellinum
Akranes – Garðalundur – Hér er kort af vellinum.
Apavatn – á tjaldsvæði Rafiðnaðarsambands Íslands
Árnes – Stóra Hof (Skeiða- og Gnúpverjahreppi) – Sækja kort af vellinum
Árskógsströnd
Ásbrú Reykjanesbæ
Flúðir – Sækja kort af vellinum.
Bakkafjörður – Sækja vallarkort.
Bifröst
Búðardalur – Sækja kort af vellinum.
Blönduós – Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Bolungarvík – Sækja kort af vellinum.
Borg Grímsnesi – Sækja kort af vellinum.
Borgarfjörður Eystri – Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Borgarnes – Sækja kort af vellinum
Breiðdalsvík – Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Djúpavogur – Sækja vallarkort
Drangsnes – Sækja vallarkort
Eiðar
Egilsstaðir – Tjarnargarðurinn – Hér er kort af vellinum.
Eyrarbakki
Fáskrúðsfjörður – Sækja kort af vellinum.
Flateyri – Flateyri folfvöllur
Flóaskóli
Flúðir – Sækja kort af vellinum
Garðabær Vífilsstaðir – Sækja kort
Grindavík – Selskógur – Sækja kort af vellinum.
Grímsey – Kort af vellinum.
Grundafjörður – Sækja kort af velli.
Hafnarfjörður – Víðistaðatún – Sækja kort af vellinum.
Hallormstaðaskógur – Sækja kort af vellinum.
Hella – Sækja kort af vellinum.
Hellissandur –
Hofsós – Kort af vellinum.
Hólmavík – Kort af vellinum.
Hrafnagil Eyjafirði – Kort af vellinum.
Hrísey – Kort af vellinum.
Húsavík – kort af vellinum
Hvammstangi – Sækja kort af velli
Hvanneyri – Sækja kort af velli 2020.
Hveragerði – Sækja kort af velli
Hvolsvöllur – Sækja kort af velli.
Höfn í Hornafirði – Hofn-skilti
Kirkjubæjarklaustur – Sækja kort af velli.
Kópavogur – Dalvegur – Sækja kort af vellinum.
Kópavogur – Guðmundarlundur – Sækja kort af velli.
Laugaland Holtum – Sækja kort af velli
Ljósafossvöllur í Grímsnesi – Sækja kort af vellinum
Miðhúsaskógur (við Laugarvatn) – Kort af velli.
Mosfellsbær – Ævintýragarðurinn – Sækja kort af vellinum.
Mývatnssveit – Sækja kort af velli
Möðrudalur á Fjöllum
Neskaupsstaður – Sækja kort af vellinum.
Ólafsfjörður – Sækja kort af velli
Ólafsvík – Sækja kort af velli.
Raufarhöfn – Sækja vallarkort
Reykhólar – Sækja kort af vellinum.
Reykjanesbær – Rómantíska svæðið – Sækja kort af vellinum.
Reykjanesbær – Njarðvíkurskógur
Reykjavík – Fella- og Hólahverfi – Breiðholt – Sækja kort af vellinum.
Reykjavík – Fossvogsdalur – Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Reykjavík – Grafarholt – Sækja kort af nýja vellinum
Reykjavík – púttvöllur – 12 brauta Græningi – Sækja kort af Græningjanum.
Reykjavík – Gufunes í Grafarvogi – Sækja kort af vellinum.
Reykjavík – Kjalarnes – Sækja kort af vellinum
Reykjavík – Klambratún – Sækja kort af vellinum.
Reykjavík – Laugardalur – Sækja kort af vellinum.
Reykjavík – Seljadalur – Seljahverfi – Sækja kort af vellinum.
Sandgerði – Sækja kort af vellinum.
Sauðárkrókur – Sækja kort af velli.
Selfoss – Sækja kort af 18 brauta vellinum.
Seltjarnarnes – Valhúsahæð
Seyðisfjörður – Sækja kort af vellinum.
Skagaströnd – Kort af velli
Stokkseyri – Sækja kort af vellinum.
Stykkishólmur – Sækja kort af velli.
Súðavík Raggagarður – Sækja kort af velli
Svalbarðseyri – Hægt er að sækja vallarkortið hér.
Úlfljótsvatn – Sækja kort af vellinum.
Vestmannaeyjar – Hér er kort af vellinum.
Vík í Mýrdal
Vogar Vatnsleysuströnd
Vopnafjörður – Sækja kort af vellinum.
Þorlákshöfn – Sækja kort af vellinum.
Þórshöfn – Sækja vallarkort