
Nú er skemmtilegur tími framundan með sól í haga, hækkandi hita og lengri dögum. Við sjáum líka að folfarar flykkjast út og eru byrjaðir að kasta diskum á völlunum. Framundan er vonandi frábært sumar og við hvetjum alla til að kynna sér viðburðadagatalið en yfir 100 viðburðir eru þar um allt land.