Aðalfundur ÍFS var haldinn 27. mars sl. en á fundinum var farið eftir nýjum lögum sem samþykkt voru fyrir ári síðan sem kveða á um fulltrúalýðræði þ.e. að nú eiga einungis samþykkt frisbígolffélög fulltrúa á fundinum og atkvæðarétt. Skýrsla stjórnar og reikningar voru lögð fram og mótadagskrá ársins kynnt.
Ný stjórn var kosin en í henni sitja Runólfur Helgi Jónasson formaður, Daníel Sigurðsson gjaldkeri, Svandís Halldórsdóttir, Friðrik Snær Sigurgeirsson og Hans Orri Straumland. Hans Orri kemur nýr inn í stjórnina í stað Gunnars Einarssonar sem þökkuð eru góð störf.
