Flestir vellir í heimi

Á Íslandi eru langflestir frisbígolfvellir í heiminum miðað við íbúafjölda en núna er völlur á hverja 3.800 íbúa. Til samanburðar þá eru Finnar í öðru sæti með einn völl á hverja 5.200 íbúa og Bandaríkin með einn völl á hverja 32.000 íbúa.
Þannig geta folfarar líklega fundið völl nálægt sínum heimahögum og margir hafa úr nokkrum að velja. Við hvetjum líka þá sem eru á ferð um landið að stoppa við og spila þá velli sem eru í leiðinni enda oft kærkomið að teygja úr sér og taka hring.

Hér er uppfært Íslandskort sem gefur ágæta yfirsýn yfir vellina hér á landi en nánari upplýsingar og vallarkort eru á þessari síðu undir flipanum “Folfvellir”.