Vetrarspilun

Vetrarfolf er auðveldara en margir halda því margir vellir eru mjög aðgengilegir allt árið. Heilsársteigar hjálpa mikið því þeir eru góðir í snjó og hálku og standa oft upp úr snjór, drullu og klaka. Ef spilað er í snjó er gott að hafa litaða diska og ef laus þurr snjór er á vellinum er frábært ráð að líma 1,5-2 metra pakkaborða (jólaborða) neðan í diskinn sem gerir auðveldara að finna hann. Drífið ykkur í úlpurnar og takið hring í þessum skemmtilegu vetraraðstæðum sem nú eru á Íslandi.