Á myndinni má sjá Jón Símon (lengst til hægri), Þorra (annan frá hægri), Adda (þriðja frá hægri) og Gulla (fjórða frá hægri). Fyrir aftan Þorra stendur Haukur.
Um helgina fór fram Íslandsmót okkar folfara og heppnaðist mótið mjög vel. Í opna flokknum var keppt bæði laugardag og sunnudag en núverandi Íslandsmeistari Þorvaldur Þórarinsson (Þorri) náði að verja titilinn en tæpara gat það varla verið. Í öðru sæti varð Jón Símon sem spilaði frábærlega alla helgina og leiddi mótið lengst af en hann missti Þorra fram úr sér á síðustu holunum. Í þriðja sæti varð síðan reynsluboltinn Haukur Árnason en hann vann nýlega Ásamótið og er greinilega í fantaformi, Addi varð í fjórða, Indriði í fimmta og Gulli varð í því sjötta. Þess má geta að Gulli er að mæta aftur eftir nokkur ár en hann varð Íslandsmeistari í barnaflokki hér áður.
Íslandsmeistari kvenna varð Kristrún Gústafsdóttir, Guðbjörg varð í öðru sæti og Halldóra í þriðja.
Nánari úrslit og skor koma fljótlega…