Eftir því sem frisbígolfið verður stærra hér á landi þá fjölgar heimsóknum þekktra atvinnumanna í sportinu sem finnst áhugavert að koma hingað og spila enda athyglisverð þróunin á sportinu hér á landi með yfir 70 velli í ekki stærra landi. (sem er auðvitað heimsmet miðað við höfðatölu) Um síðustu helgi var hér tvöfaldur heimsmeistari, Ricky Wysocki, sem er einn besti spilarinn í heiminum í dag og um þessa helgi er hér staddur Nathan Sexton sem varð m.a. bandarískur meistari árið 2017. Þessir tveir buðu íslenskum spilurum upp á námskeið sem voru auðvitað vel sótt en ÍFS styrkti koma þeirra til landsins.