Það hefur ekki farið fram hjá neinum að veðrið er búið að leika við okkur landsmenn undanfarnar vikur þó sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem léttskýjað hefur verið svo lengi að met hafa verið slegin. Þetta skilar sér auðvitað í mikilli spilamennsku á frisbígolfvöllunum en sjaldan eða aldrei hefur jafnmikill fjöldi verið að spila.
Þetta er mikill viðsnúningur í veðri frá síðasta sumri þar sem ekki stytti upp fyrr en um miðjan júlí.
Allir sem eiga frisbígolfdisk er hvattir til að nýta sér veðrið og fara út og spila og þeir sem ekki hafa spilað frisbígolf að láta verða af því og prófa þetta skemmtilega sport.