Nú er kominn einn uppáhaldstími allra folfara þegar hlýnar í lofti og vellirnir koma undan snjó og frosti. Margir hafa verið duglegir að spila í vetur, bæði utandyra sem innan en boðið var upp á inniæfingar í íþróttahúsum í vetur. Fjöldi móta verða í boði í sumar en það eykur spennuna að taka þátt í keppni og sjá hvar þú stendur í samanburði við aðra. Boðið er upp á marga getuflokka á mótunum.
Það hefur í raun aldrei verið betri tími til þess að spila frisbígolf og kynnast þessu frábæra sporti. Nú eru 59 vellir um allt land sem er ókeypis að spila á og það eina sem þarf er frisbígolfdiskur til að geta spilað. Þá er auðvelt að kaupa hér á landi og við hvetum alla til að prófa sem ekki hafa þegar gert það.
Fylgist með á FB síðunni okkar: https://www.facebook.com/folfisland/