Eins og í öllum íþróttum þá geta allir bætt getu sína í frisbígolfi með æfingum. Þeir sem spila mest ná betri tökum á frisbígolfi og verða yfirleitt betri á öllum sviðum sportsins. Yfirleitt er talað um þrjá ólíka kastflokka í folfi, langskotin (drive), miðskotin (approach) og púttin. Gott er að æfa þessi köst í sitthvoru lagi og læra þannig vel á diskana.
Oft er talað um að púttin séu mikilvægustu köstin en þau eru líka auðveldast að æfa. Eitt stutt pútt telur jafn mikið á skorkortinu og 100 metra langskot.
Við hvetjum alla til að gefa sér tíma og æfa ólík köst, forhönd og bakhönd, og læra þannig vel á diskana sína því æfingin skapar meistarann. Nú eru hafnar innanhúsæfingar hjá Frisbígolffélagi Reykjavíkur en þær fara fram á fimmtudagskvöldum kl. 20 í Ingunnarskóla í Grafarholti.