Nú þegar rigning er algengasta veðurform þessa dagana er ágætt að fara yfir það helsta þegar frisbígolf er spilað í bleytu. Bestu spilararnir geta ráðið ágætlega við diskana í rigningu og hér eru nokkur góð ráð:
- Góður regnfatnaður er lykilatriði og derhúfa hentar vel til að skýla andlitinu.
- Veljið diska úr stömu plasti, hægt er að fá diska sem eru með gott grip í bleytu
- Hafið tösku eða poka fyrir diskana til að halda þeim frá bleytunni.
- Takið með nokkrar tuskur til að þurrka af diskunum – þurrkið bara af gripstaðnum.
- Ágætt er að hafa hanska með til að fara í á milli kasta.
Svo er bara að drífa sig út á völl og spila í öllum veðrum.