Kvennamótaröðin 2017

Nú í sumar ætlar Íslenska frisbígolfsambandið að halda sérstaka kvennamótaröð í frisbígolfi og er öllum konum velkomið að taka þátt, bæði reyndum og óvönum. Haldin verða 6 mót í sumar (annan hvern miðvikudag) og gilda 4 bestu mótin til titilsins Kvennamótameistari 2017. Lögð verður áhersla á að hafa létta og skemmtilega stemningu.
 
Á hverju móti verða spilaðir tveir hringir (2×9 holur) og veitt verða verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti á hverju móti. Spilað verður annanhvern miðvikudag og til skiptis á Klambratúni og í Fossvogi. Fyrsta mótið verður 7. júní kl. 18 á Klambratúni.
Skráning er á netfangið folf@folf.is en einnig er hægt að mæta beint á mótið.
Við hvetjum allar konur til að taka þátt.

Dagsetningar kvennamótaraðarinnar.

7. júní  Klambratúnsvöllur kl. 18.30

21. júní  Fossvogsvöllur kl. 18.30

5. júlí   Klambratúnsvöllur kl. 18.30

19. júlí   Fossvogsvöllur kl. 18.30

2. ágúst   Klambratúnsvöllur kl. 18.30

16. ágúst   Fossvogsvöllur – Lokamót kl. 18.30

16. ágúst  Lokahóf og verðlaunaafhending kl. 18.30

Mæting á öll mót er kl. 18 – mótin hefjast 18.30