Mikill áhugi á frisbígolfinu hefur auðvitað skilað sér í fleiri spilurum, fleiri mótum og fjölgun valla. Nú í sumar er orðið staðfest að 9 nýjir vellir bætast við þá 30 sem fyrir eru en þetta eru vellir víða um landið. Flestir þessara nýju valla verða settir upp á næstu vikum og ættu allir (nema Grafarholt) að vera klári í byrjun júní.
Þessir nýju vellir eru: Kópavogur, Snæfellsbær, Búðardalur, Reykhólahreppur, Hrafnagil í Eyjafirði, Dalvík (3 körfur), Höfn í Hornafirði, Selfoss, Stokkseyri/Eyrarbakki og Grafarholt í Reykjavík. Að auki eru í gangi miklar framkvæmdir á vellinum okkar í Gufunesi en þessi eini 18 brauta völlur landsins er tvímælalaust sá erfiðasti.
Það er því óhætt að hlakka til sumarsins.