Þrátt fyrir óvenjumikinn lægðagang veðurguðanna í vetur þá hefur sá fjöldi spilara sem stundar frisbígolf yfir þessa köldustu mánuði ársin aldrei verið fleiri. Vetrarfolf er líka mjög auðvelt. Aðeins þarf að klæða sig vel, vera í góðum skóm og nota litsterka diska.
Í skammdeginu er líka hægt að nota litlar ljósadíður sem límdar eru undir diskana og gerir auðvelt að sjá þá og finna. Greinilegt er að margir hafa uppgvötað að frisbígolf er ekki síður skemmtilegt á veturnar heldur en á sumrin þó vissulega sé notalegt að spila í stuttbuxum á góðum sumardegi. Við hvetjum alla til þess að drífa sig út á næsta völl og prófa áður en veturinn kveður endanlega.