Haustmótaröð ÍFS – 777

777

7 laugardagar – 7 mót – 7 vellir.

Ákveðið hefur verið að gera tilraun og halda létt haustmót næstu 7 laugardaga á völlunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefjast þau alltaf kl. 13 en spilaðar verða 18 brautir. 
Keppt verður í einum opnum flokki og veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Keppnisgjald er 2.000 kr (1.000 fyrir félaga ÍFS).

1. nóvember – Breiðholtsvöllur (Birgir keppnisstjóri)
8. nóvember – Mosfellsvöllur
15. nóvermber – Viðistaðatún (Brjánn keppnisstjóri
22. nóvember – Gufunes (hvítir)
29. nóvember – Laugardalur
6. desember – Fossvogsvöllur
13. desember – Klambratún

Okkur vantar keppnisstjóra fyrir mótin (tekur á móti keppendum og mótsgjaldi, skiptir í holl og afhendir verðlaun). Áhugasamir sendið mail á folf@folf.is